Þú ert ekki með neinar vörur í körfunni þinni.

You have no items to compare.

Leit

 

Undirföt.is var stofnað á Valentínusardaginn 14. febrúar 2001.

Fyrirtækið er með heimakynningar, ekki aðeins á Höfuðborgarsvæðinu þar sem það er með bækistöðvar að Njörvasundi 24, heldur líka um allt land.

Það er hægt að fá upplýsingar um kynningar og kynningarfulltrúa með því að senda tölvupóst á undirfot@undirfot.is eða hringja í síma 821-4244. Einnig er hægt að panta kynningu á heimasíðunni.

Undirföt.is selur vandaðar vörur og framleiðendur þeirra hafa fengið á þær gæðastimpla ásamt mörgum verðlaunum fyrir gæði og hönnun. Einn þeirra hefur sérstöðu hvað varðar stórar stærðir og er ein undirfatalínan með stórar skálar, breiða hlíra og gott aðhald.

Fatnaðurinn kemur frá Kanada, Bretlandi, Póllandi og Lettlandi og er úr hágæðaefnum. Náttfatalínan er til dæmis úr 100% bómull og nærfatnaðurinn úr microfiber og siffoni sem er mjög vinsælt efni. Nærfatnaðurinn fæst með látlausu útliti eða skreyttur blúndum.

Undirföt.is leggur sig sérstaklega fram við að geta boðið konum, bæði smáum og stórum, fallegan fatnað við hæfi. Þá fæst hjá fyrirtækinu mjólkurgjafahaldarar fyrir verðandi mæður og smáhlutir á borð við auka framlengingar á brjóstahaldara sé vídd þeirra ekki næg.

Heimakynningar Undirföt.is njóta mikilla vinsælda og gjarnan taka sig saman saumaklúbbar, vinkvennahópar, kvenfélög, starfshópar og fleiri og efna til kynningar. Auk þess má nefna að á hinum sívinsælu mömmumorgnum sem kirkjan stendur fyrir hafa verið haldnar kynningar.

Allar vörur eru sendar samdægurs sé þess kostur auk þess sem hægt er að nálgast vörurnar að Njörvasundi 24 henti það viðskiptavininum betur.

 

Þökkum viðskiptin.

Soffía Húnfjörð
Eigandi